Morgunblaðið | 1.11.2011 | 5:30
Síðustu daga hafa nokkrir sjaldgæfir fuglar sést hérlendis. Fyrstan skal nefna skúmsöngvara, sem sást fyrir helgi við Einarslund á Höfn í Hornafirði.
Mun þetta vera í fyrsta skipti sem þessi tegund sést hér á landi. Líklegt er að hann hafi komið frá Síberíu og sást hann bæði á föstudag og laugardag.
Rindilþvari sást fyrir hálfum mánuði í Hafnarfirði, en síðan ekki söguna meir. Grímuskríkja sást í síðustu viku við Hafurarstaði á Reykjanesi. Af öðrum sjaldgæfum tegundum má nefna að meðal gesta síðustu daga hafa verið kúhegri, sparrhaukur, sefþvari, grásvarri, þistilfinka, næturgali og kolönd.