Veiði| mbl | 19.4.2024 | 11:15

Greinin er tekin af www.mbl.is

Við merkingar á helsingja. Arnór Þórir Sigfússon, til hægri, hefur …

Við merkingar á helsingja. Arnór Þórir Sigfússon, til hægri, hefur merkt mikið magn af gæsum á Íslandi. GPS sendar hafa verið settar á fimmtán helsingja og gefa þeir mikilvægar og áhugaverðar upplýsingar um ferðir fuglanna og lifnaðarhætti. Fyrir miðju er Carl Mitchell og til vinstri Brynjúlfur Brynjólfsson. Ljósmynd/Brynjúlfur Brynjólfsson

Íslenski hels­ingja­stofn­inn hef­ur vaxið æv­in­týra­lega frá alda­mót­um. Við upp­haf ald­ar­inn­ar voru nokkr­ir tug­ir para í Aust­ur–Skafta­fells­sýslu en í dag tel­ur stofn­inn tíu til tutt­ugu þúsund fugla og er orðinn mik­il­væg­ur hluti af stofni græn­lensk/​ís­lenskra hels­ingja sem tel­ur um átta­tíu þúsund fugla, að sögn Arn­órs Þ. Sig­fús­son­ar dýra­vist­fræðings hjá Verkís, sem fylg­ist með ferðum gæsa til og frá Íslandi.

Arn­ór hrinti af stað merki­legu verk­efni árið 2016, sem hef­ur svo sann­ar­lega undið upp á sig. Hann hóf að merkja grá­gæs­ir með GPS send­um þannig að hægt var fylgj­ast með ferðalagi þeirra frá Íslandi á vetr­ar­stöðvar og aft­ur til baka og svo hels­ingja árið 2020.

Hraðametið í þessu flugi milli Íslands og Skot­lands var sett haustið 2022. Í app­el­sínu­gulri veður viðvör­un reif sig upp hóp­ur hels­ingja og hels­ing­inn Skálm þar á meðal, lagði í flug til Skot­lands. „Það voru ein­hverj­ir þrjá­tíu metr­ar á sek­úndu þegar hóp­ur­inn sem hún var hluti af hóf sig til flugs. Þær voru með sterk­an vind í rass­inn alla leiðina og meðal­hraðinn reiknaðist út sem 125 kíló­metr­ar á klukku­stund. Flugið tók ekki nema um sjö klukku­stund­ir,“ upp­lýs­ir Arn­ór.

Hér má sjá leið nokkura helsingja til Íslands nú á …

Hér má sjá leið nokkura hels­ingja til Íslands nú á vor­mánuðum. Hvíta lína er sú leið sem Bjössi og fé­lag­ar fóru. Magnað er að sjá hvernig þeir taka skyndi­lega stefnu í norður og koma þá inn á Faxa­flóa. Flugið tók 59 klukku­stund­ir í mótvindi. Ljós­mynd/​Verkís

Annað var held­ur bet­ur uppi á ten­ingn­um nú í vor þegar hels­ing­inn Bjössi lagði af stað til Íslands að vitja varpstöðva, í hópi gæsa. „Bjössi hreppti mik­inn mótvind og hrakt­ist af leið og þegar hóp­ur­inn var kom­inn suðvest­ur af Íslandi og stefn­an var á suðurodda Græn­lands tóku þær allt í einu nán­ast níu­tíu gráðu beygju og tóku stefn­una inn á Faxa­flóa. Ein­hvern veg­inn áttuðu þær sig á því að stefn­an var vit­laus og beygðu í norður og lentu svo á sjó og hafa að öll­um lík­ind­um verið al­veg bún­ar á því. Þær létu sig reka þar í tólf tíma, vænt­an­lega að hvíla sig og safna kröft­um. Þær héldu svo á Snæ­fells­nes og munu í áföng­um kom­ast aft­ur á Jök­uls­ár­lón sem er þeirra heima­slóð.“ Arn­ór seg­ir að við aðstæður sem þess­ar sé viðbúið að eitt­hvað af gæs­um drep­ist á leiðinni og afar lík­legt að ein­hverra spör­fugla, sem hreppa slík­an mótvind, bíði sömu ör­lög enda geta þeir ekki lent á sjón­um til að hvíla sig.

Bjössi og fé­lag­ar hófu sig til flugs um níu­leytið að morgni 6. apríl. Klukk­an 20 að kvöldi átt­unda lenti svo hóp­ur­inn, eða það af hon­um sem náði yfir hafið á Faxa­flóa. Það jafn­gild­ir 59 klukku­stund­um á flugi og það í mótvindi. Það þarf eng­an að undra að Bjössi hafi þurft að hvíla sig vel eft­ir þessa þrekraun.

En hvað veld­ur því að Bjössi og fé­lag­ar taka allt í einu þessa beygju í átt til lands? Ekki sjá þeir til lands og því afar merki­legt að sjá þessa af­ger­andi beygju og þar með stefnu­breyt­ingu. Um þetta seg­ir Arn­ór. „Fugl­arn­ir eru of­ur­lítið eins og við. Þeir nota það sem auðveld­ast er hverju sinni. Þeir nota him­in­tunglin, stjörn­ur og sól, til að átta sig. Þeir hafa líka inn­byggt seg­ul­svið sem þeir geta nýtt sér ef þeir sjá ekki til him­ins. Svo er talið að þeir noti sjón­ina þegar þeir eru komn­ir yfir land. Þá nota þeir kenni­leiti og ég tók eft­ir því þegar ég var að elta síla­máfa að þeir fljúga gjarn­an með veg­in­um og nýta sér hann sem kenni­leiti. Þetta má sjá til dæm­is þegar maður keyr­ir Hell­is­heiðina að oft fylgja þeir veg­in­um. Sama á við ár. Það er alþekkt að flug­menn nýta sér sam­bæri­leg­ar aðstæður í sjón­flugi.“

Arn­ór seg­ir að fimmtán hels­ingj­ar beri GPS merki og von­ast hann til að fá þá alla aft­ur en auðvitað er alltaf hætta á af­föll­um. „Það er ekki langt síðan að við fór­um að merkja hels­ingja. Þeir eru frek­ar litl­ir og við tök­um til­lit til þess og erum með minni senda á þeim en öðrum gæs­um. Send­arn­ir eru nítj­án grömm og það er frek­ar stutt síðan að farið var að fram­leiða svo litla og létta senda.“

Arnór með gæsina Jónas sem er merkt í bak og …

Arn­ór með gæs­ina Jón­as sem er merkt í bak og fyr­ir. Hún er skírð í höfuðið á Jónasi í Hlað en fyr­ir­tækið kostaði send­inn. Arn­ór hóf þetta verk­efni á eig­in veg­um en nú hef­ur áhugi margra vaknað og þá snú­ast hjól­in hraðar. Ljós­mynd/​ATS

Arn­ór hóf þess­ar GPS senda merk­ing­ar upp á eig­in spýt­ur. Hann byrjaði á að merkja eina grá­gæs 2016. Árið eft­ir setti hann sendi­búnað á fimm til viðbót­ar. „Ég leitaði til fyr­ir­tækja og ein­stak­linga um að fjár­magna kaup á send­un­um. Í staðin máttu styrkt­araðilar skíra fugl­ana. Ég gerði þetta með þess­um hætti þar til fyr­ir þrem­ur árum að allt í einu fengu Skot­arn­ir áhuga og létu okk­ur fá 33 senda og ætla að koma átta­tíu til viðbót­ar í sum­ar. Nátt­úru­fræðistofn­un Íslands og Nátt­úru­stofa Aust­ur­lands komu þá að verk­efn­inu. Svipaða sögu er að segja um hels­ingja. Ég byrjaði á að leita til fyr­ir­tækja með fyrstu send­ana og svo kom um­hverf­is­ráðuneytið með tíu senda í hitteðfyrra. Nátt­úru­stofa Suðaust­ur­lands hef­ur verið með mér í hels­ingja­merk­ing­um og Nátt­úru­fræðistofn­un ís­lands kom svo inn í verk­efnið þegar 10 viðbót­ar­send­ar komu í gegn­um þau.“

Send­arn­ir safna mik­il­væg­um upp­lýs­ing­um, seg­ir Arn­ór. Eitt er upp­lýs­ing­ar um vetr­ar­stöðvar og hversu víða gæs­irn­ar fara. Þá eru ekki síðar for­vitni­leg gögn sem safn­ast um beiti­lönd, hversu mikið þær eru í rækt­ar­lönd­un og nátt­úru­leg­um gróðri. Með því að bera staðsetn­ing­ar fugl­anna sam­an við gróður­kort má sjá hvaða gróður þeir sækja í. „Svo er líka áhuga­vert og merki­legt að fylgj­ast með þessu flugi gæs­anna. Þær skila sér ekki alltaf all­ar og ein grá­gæs hvarf okk­ur sjón­um 30. mars yfir hafi og hef­ur ekki komið fram aft­ur. Auðvitað er mögu­leiki á að hún sé utan þjón­ustu­svæðis send­is­ins. Ég er að vona það. Hún gæti líka hafa gef­ist upp og drep­ist.“ Hann birt­ir áhuga­verðar upp­lýs­ing­ar um ferðir gæs­anna reglu­lega. Þegar hann set­ur þess­ar upp­lýs­ing­ar á face­book leiðir það iðulega til þess að upp­lýs­ing­ar ber­ast víða að. Þannig hef­ur hann verið sam­bandi við sjó­menn sem hafa deilt með hon­um upp­lýs­ing­um af fugl­um á far­tíma sem þeir verða var­ir við. „Einn sjó­maður sendi mér skeyti um að hels­ingja­hóp­ur hefði lent við skipið sem hann var á. Einn hels­ing­inn lenti á skip­inu og hann hafi verið svo aðfram­kom­inn að hann drapst. Ég sá líka víd­eó frá trillu­sjó­manni sem var fyr­ir aust­an land. Heiðagæs lenti fremst á trill­unni og sat þar í góða stund og hvíldi sig. En hún hafði kraft til að rífa sig upp aft­ur og hélt áfram til lands.“

Arn­ór vitn­ar til þess að marg­ir kann­ist við að hóp­ar spör­fugla dembi sér niður á skip á hafi úti og hvíli sig þar. En hann tel­ur líka ljóst að þegar vindátt­ir eru óhag­stæðar sé viðbúið að um­tals­verð af­föll séu á spör­fugl­um á leið til Íslands.

Þessi mynd var tekin í hálöndum Skotlands við Achiltibuie, nýlega. …

Þessi mynd var tek­in í hálönd­um Skot­lands við Achilti­buie, ný­lega. Mart­in Ben­son sendi hana til Arn­órs og hér má greini­lega sjá þrjá hels­ingja sem skarta plast­merkj­um frá Arn­óri og sam­starfsaðilum. Ljós­mynd/​Mart­in Ben­son

Þegar hels­ing­inn er bú­inn að taka land er næsta skref að halda heim á varpstöðvarn­ar. Mjög marg­ir þeirra fugla sem verpa í Aust­ur–Skafta­fells­sýslu verpa í Skúmey sem er eyja í Jök­uls­ár­lóni. Arn­ór seg­ir að þar sé stærsta hels­ingja­byggðin sem telji um tvö þúsund pör. Einnig er tölu­verður fjöldi fugla sem verp­ir aðeins aust­ar.

Stofn­inn hef­ur vaxið mjög hratt og seg­ir Arn­ór að um tíma hafi hrein­lega verið um að ræða veld­is­vöxt, svo hröð og mik­il hef­ur fjölg­un­in verið. „Í fyrsta skipti sem ég merkti hels­ingja, árið 1999 þá voru þetta tal­in vera örfá pör. Við höf­um sjálfsagt náð drjúg­um hluta stofns­ins á þeim tíma því við merkt­um um fimm­tíu fugla. Í dag tel­ur stofn­inn á Íslandi um þrjú þúsund pör og það seg­ir okk­ur að heild­ar­fjöld­inn er á bil­inu tíu til tutt­ugu þúsund fugl­ar þegar allt er talið. Geld­fugl­ar og ung­ar. Þetta er orðinn góður hluti af heild­ar­stofni græn­lensk/​ís­lenskra hels­ingja sem tal­inn er vera um átta­tíu þúsund fugl­ar í heim­in­um í dag.“

Hann tel­ur að stofn­inn geti áfram stækkað nemi hels­ing­inn ný var­plönd á Suðaust­ur­landi eða víðar um land.

Helsingjafrú á hreiðri í Skúmsey. Fjölgun helsingja á Íslandi hefur …

Hels­ingja­frú á hreiðri í Skúms­ey. Fjölg­un hels­ingja á Íslandi hef­ur verið æv­in­týra­leg á öld­inni. Ein­ung­is voru nokkr­ir tug­ir para við Jök­uls­ár­lón um alda­mót­in. Í dag er stofn­inn tíu til tutt­ugu þúsund fugl­ar. Ljós­mynd/​Arn­ór Þórir Sig­fús­son

Fjöldi hels­ingja er nú merkt­ur á hverju ári og seg­ir Arn­ór að á bil­inu þrjú til fimm hundruð fugl­ar fái plast­merki á fót­legg ár­lega. Fjöldi fólks send­ir hon­um mynd­ir af merkt­um fugl­um og seg­ir hann það mjög vel þegið. Nú­tíma­tækni í mynda­vél­um og sím­um ger­ir auðveld­ara að lesa úr merkj­um. „Ég var ein­mitt í vik­unni að fá send­ar mynd­ir frá Skotlandi þar sem voru þrír merkt­ir hels­ingj­ar sam­an og þetta voru fugl­ar sem við höfðum merkt við Djúpá á Mýr­um í námunda við Horna­fjörð,“ upp­lýs­ir hann.

Tölu­vert er um að áhuga­fólk um fugla í Skotlandi sendi hon­um mynd­ir og eða upp­lýs­ing­ar um álest­ur af merkj­um á fugl­um. Það er minna um þetta hér á landi en Arn­ór seg­ist þiggja með þökk­um all­ar upp­lýs­ing­ar um merkt­ar gæs­ir, hvort sem er hels­ingj­ar eða aðrar gæs­ir.

„Þegar ég var hjá Nátt­úru­fræðistofn­un í lok síðustu ald­ar merkt­um við mikið af heiðagæs með háls­merkj­um. Það var einn eldri maður í Skotlandi sem sendi okk­ur mikið af upp­lýs­ing­um um gæs­ir. Þetta var hans ástríða og hann hlakkaði mikið til á haust­in þegar gæs­irn­ar fóru að fljúga á vetr­ar­stöðvarn­ar í Skotlandi. Hann var kom­inn á eft­ir­laun og keyrði bara um sveit­ir og las af merkj­um sem hann sá úr bíln­um. Við nut­um góðs af þessu áhuga­máli hans.“

Fyr­ir áhuga­sama og þá sem sjá merkta hels­ingja þigg­ur Arn­ór all­ar upp­lýs­ing­ar. Hægt er að senda mynd­ir eða af­lest­ur af merkj­um á net­fangið hans ats@verk­is.is.

Verkís verk­fræðistofa er bak­hjarl verk­efn­is­ins og seg­ist Arn­ór hafa notið mik­ils vel­vilja hjá fyr­ir­tæk­inu og að Verkís líti á þetta sem sam­fé­lags­legt verk­efni. Þá hef­ur hann einnig fengið styrk úr Veiðikorta­sjóði og frá fleiri aðilum.

Veiði er stunduð á hels­ingja og er veiðitím­inn frá 1. sept­em­ber til 15. mars.

Eggert Skúlason

eggertskula@mbl.is

Previous articleFarþröstur – American Robin
Next articleSefhæna – Common Moorhen