Myndirnar sem eru hér neðst á síðunni voru teknar þann 21 apríl 2024 á tjörninni í Hafnarfirði, Hamarkotslæk.

Einkenni: Sefhæna er sérkennileg í útliti. Hún er með aðallega svartan og brúnan fjaðraham en hvítan undirgump og með hvíta rák á síðu, gula fætur og rauðan skjöld ofan við gogg. Goggur er rauður með gulum brodd. Ungarnir eru brúnari og það vantar rauða litinn í skjöldinn og gogginn. Skjöldurinn er með ávölum toppi og nokkuð samsíða hliðum. Jaðar rauða ófjaðraða skjaldarins er með mjúkri aflíðandi línu. Skjöldurinn er áberandi upphleyptur frá fjaðrahamnum.

Fæða: Borðar flest allar jurtir og vatnapöddur. Þegar ég fylgdist með sefhænunni á Hamarkotslæk þá tók ég eftir því að hún át allt sem að kjafti kom, hún reif mosann utan af steinunum í hólmanum og át hann auk þess að éta flest allt sem henni tókst að róta upp úr jarðveginum. Hún át einnig þörunga úr tjörninni.

Kjörlendi: Votlendi, tjarnir, ár, vel gróin vötn og jafnvel borgargarðar.

Fræðiheiti: Gallinula chloropus

Lengd: 30-38 cm

Þyngd: 192 – 500g.

Vænghaf: 50-62 cm

Varp og ungatímabil

Varptímabil: Frá miðjum mars fram í miðjan maí.

Fjöldi eggja: 8 egg ef þeim er ungað út snemma á timabilinu en 5-8 egg eða færri ef það er seinna á tímabilinu.

Liggur á: Um það bil 3 vikur

Ungatími: 40-50 dagar

Dvalartími á Íslandi: Sefhæna er flækingsfugl á Íslandi.

Smelltu á “spila” takkann hér fyrir neðan til að hlusta á sefhænu.

Hér fyrir neðan eru myndir sem ég tók af ungri sefhænu á Hamarkotslæk í Hafnarfirði þann 21.apríl 2024

——————————————————————————————

Hér fyrir neðan er mynd sem tekin var í Frakklandi af fullorðinni sefhænu. Þar sést vel hvernig goggurinn og ennið er orðið rautt en sá hluti er svartur á ungfugli.

Previous articleFlugið til Íslands tók Bjössa 59 tíma
Next articleFuglaskoðun á Garðskaga