Fræðiheiti: Spatula clypeata
Á myndunum hér fyrir neðan sérðu skeiðandarstegg sem er blendingur af skeiðönd og stokkönd, það er mjög sjaldgæft að sjá svona blendinga en einnig er sjaldgæft að sjá skeiðendur á höfuðborgarsvæðinu. Þetta par er búið að halda til á Ástjörn í Hafnarfirði í vetur (2022-2023) og það hefur verið nokkuð vinsælt á meðal fuglaskoðara, sérstaklega vegna þess hversu gæfar þessar skeiðendur eru. Í flest öllum tilfellum er mjög erfitt að komast í ljósmyndafæri við skeiðendur, þær eru venjulega farnar um leið og þær verða varar við mannaferðir svo að þessar endur eru draumur allra sem hafa áhuga á fuglaskoðun og ljósmyndun.
Neðstu myndirnar á síðunni eru frekar lélegar myndir af skeiðandarstegg sem hefur vanið komu sína á Breiðabólstaðatjörn á Álftanesi ár hvert síðustu ár, hann sést þar á vorin og haustin en í stuttan tíma í hvort skiptið.
———————————————-
Hér fyrir neðan eru myndir sem ég tók af skeiðandarstegg á Breiðabólstaðatjörn.