29 maí 2023
Síðustu daga hefur Taumönd haldið sig á tjörn í Innri-Njarðvík. Ég er búinn að vera að bíða eftir sæmilegu veðri til að geta myndað hana en þetta veður ætlar ekki að mæta til landsins. Þannig að ég gafst upp á biðinni í gærkvöldi og kíkti á tjörnina í þoku, dimmu og rigningarsudda klukkan 21:40. Öndin var á tjörninni og mér tókst að ná nokkrum misgóðum myndum af henni. Þannig að ég hef ákveðið að halda áfram að bíða eftir góða veðrinu 🙂 en ég læt eina mynd fylgja hér fyrir neðan svo fólk sjái hvernig hún lítur út.

Uppfært:
Ég fann ekki öndina aftur, þegar það kom loksins betra veður þá var hún farin.

Previous articleÞernumáfur – Sabine’s Gull
Next articleLaufsöngvari – Willow warbler