Þann 29 maí 2023 fann Alex Máni Guðríðarson tvo þernumáfa á vatnsstæðinu í Grindavík. Veðrið var eins og það er búið að vera undanfarið, þokusuddi og rok. Ég ákvað samt að kíka á máfana og freista þess að ná nokkrum myndum af þeim vegna þess að ég hafði aldrei séð þessa máfa áður. Það reyndist nú ómögulegt að ná góðum myndum í þessu veðri en hér fyrir neðan eru myndir sem ég tók af öðrum þernumáfinum og þær sýna allavegna hvernig hann lítur út, en máfurinn er fyrir miðri mynd.

Ég á eftir að setja svo inn betri myndir hér í framtíðinni þegar ég kemst í færi við þessa flækinga aftur.

Previous articleLaufsöngvari í Sólbrekkuskógi
Next articleTaumönd – Garganey