Kúastarli sást í fyrsta skiptið á íslandi í miðbæ Reykjavíkur á baráttudegi kvenna þann 24.10.2025 en talið er að hann hafi einungis sést í innan við 10 skipti í allri Evrópu. Fuglinn sem fannst er kvenkyns og átti það vel við á 50 ára afmæli baráttudags kvenna.
Gunnar Þór Hallgrímsson, fuglafræðingur og prófessor í dýrafræði við Háskóla Íslands fann fuglinn og tók mynd af honum á göngu sinni fyrir utan Eymundsson í miðbæ Reykjavíkur.
Kúastarli er algengur fugl í Norður-Ameríku og hefur líklega fokið hingað með hvassviðri sem hafa verið undanfarið, fleiri fuglar frá Norður-Ameríku hafa borist hingað til lands undanfarið eins og t.d. rísstarli.
Fræðiheiti: Molothrus ater
Myndirnar hér fyrir neðan eru teknar þann 25.10.2025 á Austurvelli.












