Einkenni: Langur boginn goggur, háfættur fugl. Á ungfugli er goggur styttri og beinni. Dökkar rákir sitthvorumegin ofan á höfði. Dökk augnrák frá goggi og aftur fyrir auga.
Fæða: Skordýr, ormar, köngulær, sniglar, krabbadýr og ber. Hann notar langan gogginn bæði til að grípa fæðu af yfirborðinu og einnig til að kafa ofan í mjúkan leir og sækja fæðu þangað.
Kjörlendi: Hann heldur sig bæði í þurru og blautu landi og er algengur á láglendi um allt land. Hann sést sjaldan í fjörum en heldur sig oft á túnum utan varptíma.
Fræðiheiti: Numenius phaeopus
Lengd: 40-42 cm
Þyngd: 500g.
Vænghaf: 76-89 cm
Varp og ungatímabil
Varptímabil: Fyrrihluti maí til enda júní
Fjöldi eggja: 4 egg
Liggur á: 27-28 dagar
Ungatími: 35-40 dagar, tímabil frá byrjun júní fram í miðjan ágúst.
Dvalartími á Íslandi: Frá miðjum apríl fram í byrjun september