Ref­ur hef­ur verið á kreiki í Heiðmörk á liðnum árum og átt sinn þátt í að fækka grá­gæs í ná­grenni við vatns­vernd­ar­svæði Reykja­vík­ur. Talið er að um þrjú greni séu á svæðinu milli Heiðmerk­ur og Bláfjalla og hafa ref­ir tekið gæsa­egg og grafið í jörðu hér og þar. Egg hafa komið sums staðar í ljós ef jarðveg­ur hef­ur fokið ofan af þeim. Einnig hef­ur ref­ur­inn veitt gæsaunga og jafn­vel kan­ín­ur að sögn heim­ild­ar­manns. Ekki nóg með það held­ur munu ref­ir hafa sótt í grill­mat­araf­ganga sem fólk hef­ur skilið eft­ir í rusla­föt­um.

Nokkuð fór að verða vart við refi á svæðinu eft­ir 1990 og hef­ur mein­dýra­eyðir Reykja­vík­ur­borg­ar fengið fá­ein út­köll vegna refa á liðnum árum. Voru fimm ref­ir skotn­ir á Heiðmerk­ur­svæðinu síðasta vet­ur en ef allt starfs­svæði mein­dýra­eyðis, þ.e. Reykja­vík, Kjós og upp að Mos­fells­bæ, er tekið með í reikn­ing­inn voru um 20 dýr drep­in.

Next articleSkúmsöngvari hér í fyrsta skipti