Smelltu hér til að lesa frétt sem birtist á mbl.is um þessa gæs sem myndir eru af hér neðst á síðunni.

Einkenni:
Túndrugæsin (Tundra Bean Goose) er á stærð við heiðagæs og er mjög lík henni, munurinn er aðallega sá að túndrugæsin er með appelsínugula fætur og miðhluti goggsins er líka appelsínugulur á meðan heiðagæsin (Pink Footed Goose) er með bleika fætur og bleikt í goggi.  Varpheimkynni túndrugæsarinnar eru í norðanverðri Síberíu.

Fæða: Gras, korn, kartöflur og önnur ræktun.

Kjörlendi: Akurlendi, Graslendi, Votlendi

Fræðiheiti: Anser serrirostris

Lengd: 53-70cm 

Þyngd: 1.9-3.3kg (kk), 2.0-2.8kg (kvk) 

Vænghaf: 118-140cm 

Lappir: Appelsínugular

Fjaðrir: Brúnar, Kremaðar, Hvítar, Gráar

 

Varp og ungatímabil

Varptímabil:

Fjöldi eggja:

Liggur á:

Ungatími:

Dvalartími á Íslandi: Er flækingur á Íslandi

Ég held að ég sé að fara með rétt mál þegar ég segi að áðurfyrr voru túndrugæsir og taigagæsir (Taiga Been Goose) flokkaðar saman sem Akurgæsir, en taigagæsin er mjög lík en er þó stærri, eða á stærð við grágæs, hér eru upplýsingar um taigagæsina:
https://www.rspb.org.uk/birds-and-wildlife/wildlife-guides/bird-a-z/taiga-bean-goose/
Og hér er hægt að lesa meira um túndrugæsina:
https://www.rspb.org.uk/birds-and-wildlife/wildlife-guides/bird-a-z/tundra-bean-goose/

Þann 13.april 2023 fann Eyjólfur Matthíasson túndrugæs í Garði á Reykjanesi.
Þessa túndrugæs myndaði ég á túninu við Útskálakirkju í Garði þann 17.apríl 2023.  Ég var búinn að heyra að Eyjólfur Matthíasson hefði séð þennan flækingsfugl í bænum en ég fann hann ekki fyrr en í þriðju tilraun, ég var búinn að fínkemba svæðið á föstudeginum 14.apríl og laugardeginum  án þess að finna hann, ég var ekki alveg sáttur við að missa af honum svo að ég brunaði af stað úr vinnunni í Hafnarfirði klukkan 18:30 á mánudeginum 17.apríl og þegar ég kom að Útskálakirkju þar sem hann var búinn að halda sig áður þá var þetta fyrsti fuglinn sem ég sá á túninu, það var mikið kapphlaup að taka upp myndavélina og gera hana klára fyrir myndatöku áður en fuglinn forðaði sér af svæðinu en það slapp allt til og mér tókst að ná nokkrum nothæfum myndum af honum áður en hópurinn tók á loft og hvarf.  Túndrugæsin var í hópi með nokkrum grágæsum og einni heiðagæs.

Previous articleKjarnbítur – Hawfinch
Next articleKjarnbítur og Túndrugæs náðust á mynd með eins dags millibili