Einkenni:  Sver og sterkur goggur, kubbslegur og sterkbyggður fugl með sveran háls. Stélið er stutt.

Fæða: Fræ, brum og sprotar.

Kjörlendi: Skóglendi, Þéttbýli og úthverfi

Fræðiheiti: Coccothraustes coccothraustes

Lengd: 18cm 

Þyngd: 46-70g, kk er að meðaltali örlítið þyngri en kvk

Vænghaf: 29-33cm 

Lappir: Brúnar, bleikar

Litur fjaðra: Svartur, blár, brúnn, kremaður, grár, appelsínugulur, hvítur

 

Varp og ungatímabil

Varptímabil:

Fjöldi eggja: 4-5 egg, það getur verið mismunur á lit og lögun eggjanna, meðalstærð eggja er 24.1 mm × 17.5 mm

Liggur á: 11-13 daga

Ungatími: Ungar fljúga úr hreiðri á 12-14 degi og eru orðnir óháðir foreldrum sínum 30 dögum síðar.

Dvalartími á Íslandi:  Flækingur á Íslandi

Þessar myndir af Kjarnbít tók ég í húsagarði hjá Eyjólfi Vilbergssyni í Grindavík þann 15.apríl 2023. Eyjólfi hefur tekist að laða að fjöldann allan af flækingsfuglum í garðinn hjá sér með því að fóðra þá mest allt árið.

Previous articleFlórgoðar á Vífilsstaðavatni
Next articleTúndrugæs – Tundra Bean Goose