Fugl­inn skilaði sér yfir hafið aft­ur í sum­ar heim til Skot­lands. Ljós­mynd/​Hugh Insley
Inn­lent | Morg­un­blaðið | 13.7.2017 | 8:18

„Það er mjög óvenju­legt að flæk­ings­fugl­ar end­ur­heimt­ist aft­ur, þeir finn­ast oft­ast dauðir hér á landi. Þessi hef­ur hins veg­ar kom­ist aft­ur heim til Bret­lands­eyja.“

Þetta seg­ir Guðmund­ur A. Guðmunds­son, dýra­vist­fræðing­ur hjá Nátt­úru­fræðistofn­un Íslands, í Morg­un­blaðinu í dag en í fyrra­dag urðu tíma­mót í sögu fugla­merk­inga á Íslandi þegar í ljós kom að hettu­söngv­ari (Sylvia at­rica­pilla), lít­ill, evr­asísk­ur spör­fugl á stærð við auðnu­titt­ling, sem flækst hafði til lands­ins í fyrra, skilaði sér yfir hafið aft­ur í sum­ar að In­ver­ness í Skotlandi. Sá sem náði hon­um þar var heimamaður, Hugh Insley.

Um er að ræða kven­fugl sem hafði komið í svo­kallað mist­net á Hvann­eyr­ar­hóln­um á Sigluf­irði 3. nóv­em­ber í fyrra og fékk í kjöl­farið álmerki um ann­an fót­inn og var sleppt að því búnu, að því er fram kem­ur í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag.

Previous articleÞrjár nýj­ar teg­und­ir sáust í Heiðmörk
Next articleGlókollur – Regulus regulus – Goldcrest