Margæsir eru árvissir gestir hér á landi. mbl.is/​Rax
www.mbl.is | Inn­lent | mbl | 2.1.2017 | 18:30

Þrjár nýj­ar fugla­teg­und­ir sáust í Heiðmörk á nýliðnu ári. Þetta seg­ir í til­kynn­ingu frá Veit­um, en frá ár­inu 1998 hef­ur verið tekið sam­an yf­ir­lit teg­unda og fjölda þeirra fugla og spen­dýra sem sjást á brunnsvæðum Veitna í Heiðmörk og ná­grenni þeirra.

Haf­steinn Björg­vins­son, um­sjón­ar­maður vatns­vernd­ar­svæðanna hef­ur ritað skýrslu um fugla og önn­ur dýr á vatns­vernd­ar­svæðum vatns­bóla Reykja­vík­ur, en hana prýðir fjöldi mynda af þessu dýra­ríki í ná­grenni Reykja­vík­ur.

Eins og áður sagði sáust þrjár nýj­ar teg­und­ir á liðnu ári.

„Gjóður (Pandi­on halia­etus) sást við Elliðavatn í sept­em­ber­lok og er talið lík­leg­ast að um am­er­ísk­an flæk­ing sé að ræða. Í októ­ber varð Bjart­hegra (Egretta garzetta) vart við vatnið en hegr­arn­ir eru evr­ópsk­ir flæk­ing­ar sem stund­um sjást hér á landi á haust­in. Á svipuðum tíma dvaldi mar­gæs (Branta bernicla) við Hraun­hú­stjörn. Mar­gæs­ir hafa viðdvöl á Íslandi á leið sinni til og frá Íslandi til Græn­lands og Kan­ada þar sem þær verpa.“

Skýrsl­an er sú 21. í röðinni en að því er fram kem­ur í til­kynn­ing­unni hafa orðið tals­verðar breyt­ing­ar á dýra­líf­inu á þess­um árum. Nýj­ar teg­und­ir hafa þá tekið upp reglu­lega viðdvöl, aðrar hafa fært sig til eða jafn­vel horfið af vatns­vernd­ar­svæðinu.

Skýrsla Veitna

Previous articleFiðraðir gest­ir í Sand­gerði
Next articleTíma­mót í sögu fugla­merk­inga á Íslandi