Ég rölti niður í fjöruna sem er hér á Vatnsleysuströndinni þar sem ég bý í gærkvöldi. Ég var búinn að vinna í 12 tíma úti í garði við að reisa skemmu og var orðinn vel sólbrunninn á hausnum, það var kominn tími á smá hvíld. Þegar ég kom í fjöruna þá lagðist ég þar flatur í sandinn og lá þar í einhvern tíma þangað til fuglunum fannst ég vera orðinn hluti af umhverfinu og þeir byrjuðu að nálgast mig óhræddir. Ég tók myndavélina að sjálfsögðu með í þennan göngutúr og náði þessari sandlóu ásamt afkvæminu á mynd. Upphaflega planið var þó að mynda brandendur og unga þeirra en ég varð ekki var við endurnar í þessari ferð.

Myndin er tekin með miklum aðdrætti og kroppuð að auki.

Previous articleLaufsöngvari – Willow warbler
Next articleTjaldur – Eurasian Oystercatcher