04.08.2016 – 14:18
Þeim brá í brún hjónunum á Sjónarhóli í Mývatnssveit þegar þau slægðu urriða sem þau veiddu í vatninu um síðustu helgi. Í maga urriðans voru tveir andarungar, sem hann virðist hafa gleypt í heilu lagi.

Einar Jónsson og Kolbrún Ívarsdóttir veiddu 7 punda urriða í net í Mývatni. Þegar urriðinn var afhausaður sá Einar glitta í gogg í hálsi hans. Í ljós komu tveir andarungar, annar var í maga urriðans en hinn sat ofar, og var alveg ómeltur.

Kolbrún birti mynd af ungunum á Facebook og segir í samtali við fréttastofu að undir myndina hafi annar skrifað að sá hefði eitt sinn fundið fimm andarunga í maga eins urriða.

Í síðasta mánuði náðist myndband af urriða sem reyndi að éta gæsarunga í Laxá í Aðaldal.

Fréttin er tekin af vef RÚV.is

Previous articleSkeiðöndin á Álftanesi
Next articleSjaldgæfur flækingur í klóm kattar