Fuglaskoðunarhús við Nýpslón
Nýpsfjörður er stuttur fjörður inn úr Vopnafirði. Inn úr honum gengur langt lón sem heitir Nýpslón, nýpslón skiptist í tvennt af lágum tanga en innri hluti lónsins heitir Skógalón. Í lónið gengur lax, silungur og sjófiskar. Lónið var brúað árið 1984.
Fuglaskoðunarhúsið við Nýpslón hjá Vopnafirði hefur þá sérstöðu að vera á tveimur hæðum. Af annari hæðinni blasir við útsýni yfir leirurnar í lóninu þar sem mikið fuglalíf er að jafnaði.