Þann 16 ágúst árið 2022 var komið fyrir fuglaskoðunarskýli á Skoruvíkurbjargi á Langanesi. Skýlið er eitt af nokkrum sem hafa verið sett upp á norðausturlandi þar sem má komast í nágvígi við fugla. Að þessu verkefni komu Langanesbyggð og Félagið fuglastígur Norðausturlandi.
Fuglastígur er samstarfsvettvangur ferðaþjónustuaðila og áhugafólks um uppbyggingu fuglaskoðunar í Þingeyjarsýslum og hefur þann tilgang að stuðla að og þróa uppbyggingu á fuglatengdri ferðaþjónustu á Norðausturlandi.
Það var framkvæmdasjóður ferðamannastaða sem fjármagnaði verkefnið að stærstum hluta samkvæmt samningi við sjóðinn.
Fuglaskoðunarskýlið eykur til muna aðstöðu fuglaskoðara sem vilja skoða fugla á þessu svæði sem þykir gjöfult fyrir áhugafólk um fugla.
Skýlið var smíðað og flutt á staðinn af Trésmiðjunni Rein ehf
Á myndunum hér fyrir neðan má sjá þegar skýlið var sett niður. Myndir tók Þorri Friðriksson.



