Fuglaskoðunarhús

Í fuglaskoðunarhúsinu í Stórhöfða er hægt að njóta náttúru Stórhöfða, í góðu skjóli fyrir veðri og vindum. Skýlið er yfirbyggt en hægt er að opna litla glugga á hliðum þess til að kíkja út og njóta náttúrunnar.

Skýlið er góður staður til að komast í návígi við lundabyggð, án þess að raska við henni. Til að finna skýlið er ekið upp að Stórhöfða og lagt á bílastæði við fyrstu beygju. Þar er stigi sem klifrað er yfir og tekur þá við stuttur spölur í gegnum beitiland kinda, til að komast að skýlinu. Það voru félagar í Lionsklúbbi Vestmannaeyja sem létu byggja fuglaskoðunarhúsið árið 2005.

Previous articleSkoruvíkurbjarg á Langanesi
Next articleNýpsfjörður í Vopnafirði