1 Þáttur
Þann 3 maí var frumfluttur á RÚV útvarpsþáttur um fuglaskoðun.
Í þættinum ræðir Sunna Valgerðardóttir við Daníel Bergmann, fugla- og náttúruljósmyndara, leiðsögumann og áhugamann um fugla en hann er vel þekkt nafn á meðal fuglaáhugafólks á Íslandi og hefur meðal annars gefið út bók um fálkann.
Hér er tengill á þáttinn á RÚV
2 Þáttur
Í öðrum þætti sem var frumfluttur 4 maí er rætt við Alex Mána Guðríðarson en hann er einn af þekktustu fuglaskoðurum landsins og búinn að vera í bransanum frá 6 ára aldri, hann situr í flækingsfuglanefndinni ásamt því að vera í stjórn ebird á Íslandi.
Hér er tengill á þáttinn á RÚV