Ég fór í göngutúr í hrauninu á Reykjanesi og gekk þar fram á heiðlóuhreiður. Ég smellti nokkrum myndum af því og hélt svo áfram göngunni til að trufla lóurnar ekki meira. Heiðlóur verpa venjulega 4 eggjum, bæði kk og kvk skiptast á að liggja á eggjunum í um það bil 27-31 daga þangað til ungarnir klekjast úr þeim.
Hreiðrið er dæld á jörðunni, karlfuglinn byggir hreiðrið með því að nota mosa, lauf og annan gróður til að fóðra dældina sem er venjulega staðsett á sléttu opnu svæði með láglendisgróðri. Heiðlóur eru einfarar á meðan fjölgunin stendur yfir og tileinka sér landsvæði, en nærast í hópum fjarri varpstöðum sínum á meðan hinn aðilinn liggur á eggjunum.

Previous articleÚtvarpsþáttur á RÚV um fuglaskoðun frá árinu 2013
Next articleÞað þarf ekki alltaf að fara langt til að ná góðum myndum!