Árið 2017 var reist fallegt fuglaskoðunarhús við Bakkatjörn á Seltjarnarnesi, þetta er smekklega hannað hús og fellur vel að umhverfinu. Húsið opnar mikla möguleika fyrir fuglaskoðun og rannsóknir við tjörnina, bæði fyrir nemendur á Seltjarnarnesi og annað áhugafólk en Bakkatjörn er einstök hvað varðar fjölskrúðugt fuglalíf allan ársins hring. 
Húsið er staðsett nálægt bakkanum og veitir góða yfirsýn yfir Bakkatjörn þar sem fjöldi fugla heldur til, það hentar einnig vel fyrir fuglaljósmyndun.


Previous articleFebrúar 2023 – Tilkynntir flækingsfuglar
Next articleFuglar á helstu vötnum og mýrlendi í Garðabæ 2017