Talningar á Vífilsstaðavatni, Vatnsmýri, Urriðavatni, Bessastaðatjörn,
Kasthúsatjörn og Breiðabólsstaðatjörn.
Unnið fyrir umhverfisnefnd Garðabæjar
Smelltu hér til að sækja skýrsluna
Að beiðni Erlu Biljar Bjarnardóttur, umhverfisstjóra og Lindu Bjarkar Jóhannsdóttur, fyrir hönd umhverfisnefndar Garðabæjar, tóku undirritaðir að sér að vakta fugla á vötnum og tjörnum í Garðabæ, sbr. verk- og kostnaðaráætlun dags. 9. janúar 2017. Áætlunin gerði ráð fyrir 11 talningum frá apríl til október 2017. Vötn og tjarnir sem voru talin ná bæði yfir „gamla“ Garðbæ og Álftanes: Vífilsstaðavatn, Urriðavatn, Vatnsmýri við Vífilsstaði, Bessastaðatjörn, Kasthúsatjörn og Breiðabólsstaðatjörn. Jafnframt var fylgst með fuglum í nýendurheimtu votlendi við Kasthúsatjörn.
Tilgangurinn með talningum var að afla upplýsinga um nú verandi á stand fuglalífs og hvort breytingar hafi orðið, frá því að síðast var talið á þessum svæðum. Í skýrslunni er sagt frá niðurstöðum talninga 2017 og þær bornar saman við talningar fyrri ára (Jóhann Óli Hilmarsson & Ólafur Einarsson 2013, 2015). Jafnframt er sagt frá stökum talningum á Vífilsstaða- og Urriðavatni 2016, en þær voru gerðar til þess að afla upplýsinga um afkomu
hjá flórgoða, sérstaklega til að skoða notkun tilbúinna varpstæða á Vífilsstaðavatni (1. mynd). Samhliða talningunum var fylgst með flórgoða á Ástjörn og Hvaleyrarvatni í Hafnarfirði, til að fá heildartölu hans á svæðinu. Upplýsingar á fuglaskráningarvefnum eBird voru skoðaðar.
Við þökkum öllu því ágæta fólki, sem lagði okkur lið við þessar athuganir: Friðbirni B. Möller, starfsmanni hjá Forsetaembættinu, fyrir upplýsingar og að fá leyfi til að aka um hlaðið á Bessastöðum. Umhverfisstjórum, umhverfisnefnd og starfsmönnum Garðabæjar: Erlu Bil Bjarnardóttur, Lindu Björk Jóhannsdóttur, Ástu Leifsdóttur og Jónu Sæmundsdóttur,
formanni umhverfisnefndar. Hrafni Svavarssyni fyrir upplýsingar af eBird
fuglaskráningarvefnum.