Í Sandgerði sendur þetta flotta fuglaskoðunarhús við tjörnina, það er hins vegar í mikilli niðurníðslu og hefur ekki verið viðhaldið í fjöldamörg ár, þetta gæti hins vegar verið hið flottasta hús ef því yrði viðhaldið. Ég fór á staðinn og ætlaði að skoða fugla úr húsinu en það var læst.
Ég spurði Sindra hjá Náttrúrufræðistofnun Suðvesturlands í Sandgerði hvort hann vissi eitthvað um húsið og hann svaraði því að það væri þannig staðsett að fólk fældi fuglana í burtu þegar það labbaði að húsinu og það væri ástæðan fyrir því að húsið væri ekkert notað og það útskýrði niðurníðsluna á því.