Hettumávurinn Örvar, sem hlaut viðurnefni sitt vegna aðskotahlutar eða örvar sem sat föst í hálsi hans í fyrra, er aftur kominn á heimaslóðir í Borgarnesi.
Þar sá fréttaritari Morgunblaðsins til fuglsins á sunnudaginn, hann var þar að leita að æti og hafði þá ekki sést síðan í fyrrahaust.
Fuglinn sást fyrst í Borgarnesi með örina í sér 21. apríl í fyrra og síðan af og til, síðast í byrjun september. Svo virðist sem fuglinn hafi flogið yfir hafið og til baka aftur og verið allan tímann með þessa stóru ör í brjóstinu.
Innlent | Morgunblaðið | 23.5.2017 | 8:18