Hettu­mávur­inn Örvar, sem hlaut viður­nefni sitt vegna aðskota­hlut­ar eða örv­ar sem sat föst í hálsi hans í fyrra, er aft­ur kom­inn á heima­slóðir í Borg­ar­nesi.

Þar sá frétta­rit­ari Morg­un­blaðsins til fugls­ins á sunnu­dag­inn, hann var þar að leita að æti og hafði þá ekki sést síðan í fyrra­haust.

Fugl­inn sást fyrst í Borg­ar­nesi með ör­ina í sér 21. apríl í fyrra og síðan af og til, síðast í byrj­un sept­em­ber. Svo virðist sem fugl­inn hafi flogið yfir hafið og til baka aft­ur og verið all­an tím­ann með þessa stóru ör í brjóst­inu.

 

Inn­lent | Morg­un­blaðið | 23.5.2017 | 8:18

Morgunblaðið
Theo­dór Kr. Þórðar­son Borg­ar­nesi

Previous articleBein útsending frá hrafnahreiðri í verslun Byko á Selfossi
Next articleSvanap­ar „ætt­leiddi“ gæsaunga