Nú er hægt að fylgjast með í beinni útsendingu frá hrafnahreiðrinu (laupi) sem er á verslunarhúsnæði Byko á Selfossi.  Þetta er fjórða árið (2017) í röð sem hrafnaparið kemur upp ungum í hreiðrinu.  Hrafnarnir hafa glatt starfsfólk og viðskiptavini með því að velja þennan stað undir hreiðrið og eftir áskoranir síðustu ára þá ákvað verslunarstjórinn að láta verða af því að setja upp vefmyndavélar við hreiðrið svo almenningur geti fylgst náið með gangi mála hjá krummafjölskyldunni frægu.

Hrafninn tímasetur varp sitt þannig að ungarnir séu að klekjast úr eggjum á þeim tíma sem flestir aðrir fuglar liggja á sínum eggjum, það gerir hann svo að ungarnir fái nóg að borða, hrafnar eru nefnilega alætur og borða bæði egg og unga annarra fugla ásamt því að borða hræ, úrgang, ber og skordýr.

Hreiður krumma kallast laupur.  Laupurinn er búinn til úr alls konar drasli sem hann safnar saman eins og sést á myndinni hér fyrir neðan en aðallega þó úr spreki, einnig notar hann bein, plastrusl og eiginlega allt sem hann finnur.  Laupurinn er fóðraður með ull og fjöðrum.

Þegar þetta er skrifað þá eru komnir ungar í laup krumma eins og sést á myndunum hér fyrir neðan.

Tengill uppfærður 5.júní:  Mydavélin hefur verið færð á þessa vefslóð

 

Previous articleManda­rín­end­ur setj­ast að á Húsa­vík
Next articleÖrin enn í Örvari