Íbúar Húsa­vík­ur hafa síðustu daga notið heim­sókn­ar fram­andi gesta. Tveir manda­rín­and­ar­stegg­ir hafa sest að í skrúðgarði bæj­ar­ins og gert sig heima­komna.

Manda­rín­end­ur eiga upp­runa sinn í Aust­ur-Asíu en vegna skraut­legs út­lits hafa þær verið vin­sæl­ar í lystigörðum Evr­ópu og svo virðist sem nokkr­ar hafi nú flækst hingað til lands.

Gauk­ur Hjart­ar­son, skipu­lags- og bygg­ing­ar­full­trúi í Norðurþingi, hef­ur fylgst með önd­un­um síðustu daga. Hann seg­ir þær sauðspak­ar og auðvelt sé að ná af þeim mynd­um. Stegg­irn­ir eru merkt­ir og koma að öll­um lík­ind­um frá Belg­íu en þeir komu úr eggi í fyrra.

Óvíst er hvort end­urn­ar geti náð fót­festu hér á landi. Ljós­mynd/​Hörður Jónas­son
Previous articleRákönd – Anas carolinensis – Green-winged teal
Next articleBein útsending frá hrafnahreiðri í verslun Byko á Selfossi