Óhefðbundna fjölskyldan virðist una sér vel. ljós­mynd/​Birna Viðars­dótt­ir

Svanap­ar sem hef­ur komið á hverju ári á sama stað í Mýr­dal og komið upp 5-6 ung­um virðist nú hafa breytt til í barneign­ar­mál­um. Nú eru ung­arn­ir þeirra tveir, en auk þess virðast þau hafa „ætt­leitt“ tvo gæsaunga.

Frá þessu seg­ir Birna Viðars­dótt­ir á Face­book og birt­ir mynd­ir af óhefðbundnu fjöl­skyld­unni. Í sam­tali við mbl.is seg­ist hún hafa fylgst með par­inu í mörg ár, en það kem­ur alltaf á sama tíma. „Ég sá álft­irn­ar synd­andi í dag á poll­in­um með þessa fjóra unga. Þetta er mjög skemmti­legt,“ seg­ir hún.

Fann unga við lapp­irn­ar á sér

„Það var líka svo­lítið sér­stakt sem átti sér stað í fyrra. Við erum með rófug­arð þarna rétt hjá og ég var úti í garði þegar ég sá allt í einu unga við lapp­irn­ar á mér. Þá voru þau far­in úr hreiðrinu og þessi ungi hafði flækst frá þeim. Hann var rosa­legt krútt og ég fór með hann út á Hellu til konu sem var með aðra unga og hann ólst upp þar í fyrra,“ seg­ir Birna.

ljós­mynd/​Birna Viðars­dótt­ir

Álft­in með ung­ana sína tvo og gæsaung­ana tvo sem hún virðist hafa ætt­leitt. ljós­mynd/​Birna Viðars­dótt­ir

Í ár hafi parið komið á sama tíma og þegar hún hafi kíkt á það í dag hafi hún séð tvo álft­ar­unga og tvo gæsaunga.

„Þetta hef­ur verið þannig að það er gæsap­ar sem hef­ur beðið eft­ir því að þau yf­ir­gefi hreiðrið og fara þá og verpa á sama stað,“ seg­ir Birna og bæt­ir við að fyr­ir nokkr­um árum hafi svanap­arið verið með einn gæsaunga líka. „Það er sitt á hvað hvort er á und­an gæs­in eða álft­in að verpa.“

Fylgja nýju fjöl­skyld­unni

Hún seg­ir eng­ar gæs­ir sjá­an­leg­ar á svæðinu núna held­ur aðeins ung­ana. Álft­irn­ar virðast þó hafa tekið þá að sér og þeir fylgi hinni nýju fjöl­skyldu sinni hvert sem er.

„Svo er spurn­ing hvernig mun ganga hjá þeim í sum­ar. Þau fara lík­lega fljót­lega í burtu með ung­ana svo það er spurn­ing hvort gæsaung­arn­ir geti gengið jafn­hratt. Þeir eru aðeins smærri en ætli það verði ekki bara beðið eft­ir þeim og farið aðeins hæg­ar yfir,“ seg­ir Birna. „Ég vona það.“

mbl | 23.5.2017 | 19:51 | Upp­fært 20:19

mbl.is Ingi­leif Friðriks­dótt­ir – if@mbl.is

Previous articleÖrin enn í Örvari
Next articleBrandönd – Common shelduck