Á síðustu árum hefur hringönd haft viðdvöl á Vífilsstaðavatni á hverju vori. Ég hef fylgst með henni reglulega gegnum árin en yfirleitt þegar ég hef verið á svæðinu þá hefur hún haldið sig svo langt úti á vatni að það hefur ekki verið hægt að ná góðum myndum af henni. Ég átti leið framhjá vatninu þann 5 maí 2021, klukkan rúmlega 8 að morgni og ákvað að stoppa í smá stund og freista þess að ná myndum af henni. Aldrei eins og vant þá var öndin í ágætis ljósmyndafæri og náði ég nokkrum góðum myndum af henni. Ég fór svo aftur næstu tvo daga á eftir en þá var heppnin ekki með mér, öndin var vissulega á svæðinu en hún var of langt úti í vatninu til að hægt væri að ná nothæfum myndum.
Hringöndin á Vífilsstaðavatni
