Þann 4 maí fundust fimm bjúgnefjur á Hornafirði og eru þrjár þeirra ennþá á svæðinu þegar þetta er skrifað þann 15.maí. Mikið af fuglaskoðurum víðs vegar um landið hafa lagt leið sína austur á Hornafjörð til að sjá þessa sjaldgæfu flækinga en þetta er einungis í þriðja skiptið sem þessir fuglar finnast hér á landi. Árið 1954 fannst einn fugl á Reyðarfirði og árið 2004 fundust fjórir fuglar einnig á Hornafirði.
Þess má einnig geta að það er sami maðurinn sem hefur fundið 9 af þeim 10 fuglum sem hafa fundist hér á landi, það er hann Brynjúlfur Brynjólfsson á Hornafirði, hann tók einnig myndina sem fylgir þessari frétt.
Fuglarnir hafa hrakist hingað til lands með sterkum vindum sem blásið hafa frá Evrópu undanfarna daga.
Bjúgnefjur eru vaðfuglar með langa fætur sem eru næstum því bláir á lit. Þeir eru með gogg sem er boginn upp á við sem er öfugt við það sem við erum vön að sjá á Íslensku fuglunum. Þú getur ímyndað þér að þú snúir gogginum á spóa við svo að endinn vísi upp í loftið í staðinn fyrir að hann sé boginn niður á við.
Ef þú hefur áhuga á því að skoða fuglana þá þarftu að vera á svæðinu þegar það er fjara, þá eru fuglarnir á leirunum í ætisleit en þegar flæðir að þá fara fuglarnir út í nærliggjandi eyjar og hólma og ómögulegt er að finna þá.
Brynjúlfur Brynjólfsson á Hornafirði tók myndina sem fylgir þessari frétt. Hann heldur úti síðunni www.fuglar.is