20190929-4R0A2494 1600x1067Einkenni:
Hún er ryðgul eða ljósgulbrún á bol og vængi, með dökkum langrákum á baki og að neðanverðu. Stélið er þverrákótt og snubbótt.

Branduglan er sjaldgæfur varpfugl á Íslandi en fer fjölgandi, hún er eina uglan sem verpir að staðaldri á landinu, það er auðveldast á sjá hana í ljósaskiptunum á sumrin þegar hún er að leita af fæðu fyrir ungana sína.

Fæða:  Hagamýs og smáfuglar

Kjörlendi:
Mýrlendi, kjarr, lyngheiðar og foksandshólar.  Heldur sig á veturna í skóglendi og görðum þar sem hagamýs er að finna.

Fræðiheiti: Asio flammeus

Lengd:  34-43 cm

Þyngd:  206 – 475 g.

Vænghaf:  85-103 cm

Varp og ungatímabil

Verpur í lyngmóum, kjarri eða graslendi, oft þar sem blautt er. Hreiðrið er oftast falið í lyngi eða runna. Ungar klekjast ekki samtímis og geta verið mjög misstórir.  Hreiðrið er grunn skál eða laut á jörðu niðri.

 Varptímabil: Um miðjan maí fram í miðjan ágúst

Fjöldi eggja:  4-8

Liggur á:  24-29 dagar

Ungatími:  28-35 dagar

Dvalartími á Íslandi:  Frá miðjum apríl fram í miðjan október

Previous articleFleiri minkar og refir í borginni
Next articleÁlft – Cygnus cygnus – Whooper Swan