Lýsing:
Auðnutittlingur er smávaxin finka, rákótt og grábrún með stutt stél. Ennisfjaðrir eru rauðleitar á fullorðnum fuglum og gjarnan er áberandi rauða slikja á bringu. Hann lifir norðarlega í Norður-Ameríku og Evrópu.
Auðnutittlingur flýgur í léttum bylgjum. Hann er kvikur og fimur þegar hann leitar sér ætis í trjám og öðrum gróðri.
Er oftast í litlum hópum utan varptíma en þeir geta þó orðið allstórir.
Fæða:
Hryggleysingjar yfir varptímann en lifir annars á fræjum, helst birkifræjum. Kemur í fuglafóður og er sólginn í sólblómafræ.
Kjörlendi:
Ræktað skóglendi, birkiskógar, kjarr og garðar
Fræðiheiti:
Carduelis flammea. En á Íslandi er undirtegundin Carduelis flammea islandica og á Grænlandi og Baffineyju er undirtegundin Carduelis flammea rostrata.
Lengd: 12-14 cm
Þyngd: 15 g.
Vænghaf: 20-25 cm
Varp og ungatímabil
Hreiðrið gerir hann í trjám og runnum. Það er lítil, vönduð karfa úr sinu og öðrum gróðri, fóðruð með hárum og fiðri
Verpur venjulega oftar en einu sinni á sumri
Varptímabil: Fyrri hluti maí og fram í byrjun júlí.
Fjöldi eggja: 4-6
Liggur á: 10-12 daga
Ungatími: 10-14 dagar
Dvalartími á Íslandi: Hann er hér allt árið