Garðfuglabæklingurinn, eins og nafnið gefur til kynna, fjallar um þá fugla sem vænta má í görðum. Þar má finna nöfn þeirra og lýsingu á þeim og mynd af hverjum og einum og einnig eru upplýsingar um hvernig má fóðra fuglana – t.a.m. hvað hverri tegund þykir best.
Einnig er að finna upplýsingar sem nýtast vel á öðrum árstímum eins og um fuglahús og varp og er garðrækt fyrir fugla tekin fyrir, bæklingurinn inniheldur m.a. plöntulista yfir plöntur sem gefa af sér fæðu, skjól og varpstaði.
Ljósmyndir: Daníel Bergmann, Jóhann Óli Hilmarsson, Örn Óskarsson.
Málverk: Mike Langman, Jón Baldur Hlíðberg
Útgáfuár: 2. útgáfa 2007