Einkenni: Lappajaðrakan er aðeins minni en jaðrakan og er auðgreindur frá honum á svolítið uppsveigðu nefi, þverrákóttu stéli, skolhvítum gumpi og mikið styttri fótum, sem ná naumlega aftur fyrir stélið. Hann er auk þess án hvíts vængbeltis. Sumarbúningur karlfuglsins er sterkrauðbrúnn, helst á höfði, hálsi og bringu, en kvenfuglinn er mikið óásjálegri og virðist grámóleitur úr fjarlægð. Í vetrarbúningi eru bæði kynin mjög ljós, gráflikrótt að ofan og hvítleit að neðan. Ungfuglarnir eru gulbrúnni og rákóttari á bringu.
Fæða: Skordýr
Kjörlendi: Yfir vetrartímann venjulega í fjörum, oft í þéttum hópum í flæðarmáli.
Fræðiheiti: Limosa lapponica
Lengd: 33 – 41 cm
Þyngd: 190 – 400 gr.
Vænghaf: 62 – 72 cm
Varp og ungatímabil
Verpur í mýrum og flóum í grennd við skógarmörk eða norðan þeirra.
Varptímabil: Verpur í júní
Fjöldi eggja: 4
Liggur á: Bæði kyn liggja á eggjum í 20 – 21 dag
Ungatími: Ungar fara fljótlega úr hreiðri og læra að afla sér fæðu sjálfir, þeir verða svo fleygir innan ca. 4 vikna.
Dvalartími á Íslandi: Flækingsfugl á Íslandi
Heimildir:
2017 18.okt. Grein: “Bar-tailed godwit”. Vefsíða: http://www.luontoportti.com/suomi/en/linnut/bar-tailed-godwit
Roger Tory Peterson, Guy Mountford, P.A.D Hollom, Finnur Guðmundsson. (1964). Fuglabók AB, Fuglar Íslands og Evrópu.