Spjallvefurinn og heimasíðan Wildlife.is

Hér eru tilkynningar og aðstoð vegna vefsíðunnar.
Post Reply
Ægir
Site Admin
Posts: 17
Joined: Fri Apr 28, 2017 5:30 pm

Spjallvefurinn og heimasíðan Wildlife.is

Post by Ægir » Fri Apr 28, 2017 5:30 pm

Ég setti upp þennan spjallvef (og heimasíðuna) til að sameina Íslenska fuglaskoðara á einn stað á netinu, það er til ótrúlega mikið af fólki sem hefur áhuga á fuglum, fuglaskoðun og fuglaljósmyndun en það er enginn staður fyrir þetta fólk til að koma saman og deila upplýsingum, fá svör við spurningum og kynnast öðrum með sama áhugamál. Auðvitað er Facebook til staðar en virknin er öðruvísi og upplýsingar óaðgengilegar.

Takmarkið er að fá fleiri en mig til að byggja þetta samfélag upp, það væri æðislegt ef fuglaáhugafólk gæti t.d. sent inn efni um fugla á vefsíðuna, það er mikið verk fyrir höndum á henni, það þarf t.d. að byggja upp fuglaskrána http://wildlife.is/archives/category/fuglar-2 svo að fólk hafi aðgang að upplýsingum um helst alla fugla sem sést hafa á Íslandi, einnig er hægt að senda inn myndir fyrir fuglana. Ég hvet alla sem vettlingi geta valdið til að senda mér efni á vefinn eða hjálpa til með einhverju móti. Það er alltaf gaman að fá greinar og aðrar upplýsingar til að setja inn á heimasíðuna (þá er ég ekki að tala um spjallvefinn). Einnig væri gaman ef fólk væri duglegt að senda inn fréttir og tilkynningar.

Svo er eitt sem er alveg nauðsynlegt að allir geri, það er að auglýsa vefinn sín á milli.

Ægir Gunnarsson
Fuglaljósmyndari

alexmani
Posts: 1
Joined: Sun Apr 30, 2017 10:28 pm

Re: Spjallvefurinn og heimasíðan Wildlife.is

Post by alexmani » Sun Apr 30, 2017 10:31 pm

Flott framlag, vonandi að sem flestir taki þátt í þessu.

Sindri Skúlason
Posts: 1
Joined: Tue May 02, 2017 10:49 am

Re: Spjallvefurinn og heimasíðan Wildlife.is

Post by Sindri Skúlason » Tue May 02, 2017 10:54 am

Flott framtak!

Post Reply

Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 26 guests