Tímaritið Bliki birtir greinar og skýrslur um íslenska fugla ásamt smærri pistlum um ýmislegt sem að fuglum lýtur. Ritið kemur út um það bil einu sinni á ári og útgáfuna annast Náttúrufræðistofnun Íslands í samvinnu við Flækingsfuglanefnd, Fuglavernd og áhugamenn um fugla.
Ritnefnd skipa Guðmundur A. Guðmundsson (ritstjóri), Arnþór Garðarsson, Daníel Bergmann, Gunnlaugur Pétursson, Gunnlaugur Þráinsson og Kristinn H. Skarphéðinsson.
Ritstjórn og áskrift: bliki@ni.is.