Sighting location: latitude: 64.0886 longitude: -21.7459

Submitted by: Ægir Gunnarsson

Report:

Tekið af www.or.is.  Fáséður gestur hefur gert sig heimakominn í Heiðmörk nú frá áramótum. Það er kambönd. Ætlirðu að skoða hana, gættu þín þá á hálkunni! Kambönd hefur bara sést tíu sinnum hér á landi áður, svo vitað sé. Hún er flækingur frá Ameríku og skyld gulönd og toppönd, sem eru betur þekktar tegundir hér á landi. Hafsteinn Björgvinsson, eftirlitsmaður með vatnsverndarsvæðunum í Heiðmörk, náði þessari mynd af kamböndinni nú á dögunum.