Skeiðönd og Brandendur á Álftanesi

Varstu í fuglaskoðun? Segðu okkur hvert þú fórst og hvaða fugla þú sást?
Post Reply
Ægir
Site Admin
Posts: 17
Joined: Fri Apr 28, 2017 5:30 pm

Skeiðönd og Brandendur á Álftanesi

Post by Ægir » Mon May 15, 2017 5:23 pm

Ég fór smá rúnt á Álftanesinu í morgun áður en ég fór í vinnuna. Á tjörninni sem er við Breiðabólsstaði sá ég skeiðönd, ég man ekki hvað tjörnin heitir en það er ekið eftir Jörvavegi að tjörninni, það er ekki oft sem maður rekst á skeiðönd hér á höfuðborgarsvæðinu.
Ég stoppaði svo við syðri endann á Kasthúsatjörn og þar voru brandendur, eitt par sem lét öllum illum látum og rak aðrar endur af tjörninni. En einnig voru þar 5 stokkendur, 11 grágæsir, 2 urtandarsteggir, 3 lóuþrælar, 1 sandlóa, 1 kría og 1 tjaldur. Svo að það var eitthvað af fuglum á svæðinu, ég stoppaði þó ekki lengi, bara rétt kíkti við.

Post Reply

Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 1 guest