Einkenni: Smávaxin gæs með svart stutt stél.
Fæða:
Marhálmur, þang, þörungar og smádýr. Lifa einnig á grasi og vetrarsánu korni.
Kjörlendi:
Kjörsvæði margæsa eru grunnir og skjólgóðir firðir og vogar þar sem eru lífríkar leirufjörur. Síðustu áratugi hafa margæsir einnig sótt í nýræktuð tún og ræktarland skammt frá sjó þar sem þær lifa á grasi og vetrarsánu korni. Þetta er hugsanlega hegðun sem margæsir hafa lært af öðrum gæsategundum.
Fræðiheiti: Margæsir skiptast í þessar þrjár undirtegundir:
- Austræn margæs (Branta bernicla bernicla) – dökk á kvið
- Branta bernicla hrota – ljós á kvið
- Vestræn margæs (Branta bernicla nigricans) – svört á kvið
Lengd: 55-66 cm
Þyngd: 0.88 – 2.2 kg.
Vænghaf: 106–121 cm
Varp og ungatímabil
Varptímabil:
Fjöldi eggja:
Liggur á:
Ungatími:
Dvalartími á Íslandi:
Hafa viðkomu hér á leið sinni á varpstöðvarnar. Fyrstu fuglarnir koma frá Írlandi í byrjun apríl og þeim fjölgar jafnt og þétt til 10. maí en þá er hámarki náð. Gæsirnar eru við strendur Faxaflóa og við sunnanverðan Breiðafjörð þangað til þær fljúga á brott síðustu daga maímánaðar.
Smelltu hér til að lesa meira um Margæsir
Upplýsingar á ensku um margæsir á vefnum wikipedia.org